Áhugasamur og metnaðarfullur ráðgjafi/stuðningsfulltrúi óskast til starfa á Laugarásnum meðferðargeðdeild í geðþjónustu Landspítala. Laugarásinn er sérhæfð deild fyrir ungt fólk með geðrofssjúkdóm á byrjunarstigi. Þar er unnið fjölbreytt og sérhæft starf í snemmíhlutun geðrofssjúkdóma fyrir einstaklinga á aldrinum 18-35 ára. Á deildinni eru 8 sólarhringspláss en að stærstum hluta er starfsemi deildarinnar dagdeild þar sem um 100 einstaklingar sækja þjónustu.
Starfsemi Laugarássins er í stöðugri þróun og er áhersla lögð á einstaklingsmiðaða þjónustu og virkt samstarf við aðstandendur. Á deildinni starfa um 40 manns og einkennist samstarfið af þverfaglegri nálgun, krefjandi greiningarvinnu og góðum starfsanda. Á deildinni er sérstök áhersla lögð á starfsþróun, m.a. fær starfsfólk þjálfun og handleiðslu í áhugahvetjandi samtalstækni og grunnþáttum hugrænnar atferlismeðferðar. Einnig er lagt mikið upp úr fræðslu og handleiðslu starfsmanna. Mikið er lagt upp úr virku umbótastarfi og lögð er áhersla á virka þátttöku starfsmanna þegar kemur að því að þróa og bæta þjónustuna.
Um er að ræða fullt starf og er unnið er á breytilegum vöktum. Með fullri styttingu vinnuvikunnar miðar 100% starf við 36 tíma vinnuviku. Starfið er laust strax eða eftir nánara samkomulagi. Áhugasamir eru hvattir til að hafa samband við Söndru Sif deildarstjóra eða Úllu aðstoðardeildarstjóra.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sameyki hafa gert.
Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá. Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, ráðgjafi, stuðningsfulltrúi, teymisvinna
Starfshlutfall er -100%
Umsóknarfrestur er til og með 06.02.2023
Sandra Sif Gunnarsdóttir
–
[email protected]
–
825 5846
Úlla Björnsdóttir
–
[email protected]
–
824 8160
Læknir hjá HSN Fjallabyggð Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Fjallabyggð óskar eftir að ráða lækni til starfa. Húsnæði í boði. Læknar sem...
Sækja um starfStarfsmaður í eldhúsi Lausar eru til umsóknar tvær 80-100% stöður starfsmanna í eldhúsi við Sjúkrahúsið á Akureyri. Vinnufyrirkomulag er vaktavinna. ...
Sækja um starfLæknir – vera á skrá hjá HSU Hér geta læknar með starfsleyfi og læknanemar skráð almenna starfsumsókn Umsóknir hverfa eftir...
Sækja um starfStjórnarráðið | Auglýsing úr Orra Hoppa yfir valmynd Navigation fyrir stærri skjái Stjórnarráð ÍslandsSkjaldarmerki – Fara heim Verkefni Verkefni...
Sækja um starfSálfræðingur fullorðinna – Heilsubrú Erum við að leita af þér? Heilsubrú leitar að sálfræðingi í 100% tímabundið starf til eins...
Sækja um starfStjórnarráðið | Auglýsing úr Orra Hoppa yfir valmynd Navigation fyrir stærri skjái Stjórnarráð ÍslandsSkjaldarmerki – Fara heim Verkefni Verkefni...
Sækja um starf