Lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra auglýsir lausa til umsóknar stöðu rannsóknarlögreglumanns við embættið, með starfsstöð á Akureyri. Gert er ráð fyrir að lögreglustjóri setji í stöðuna til sex mánaða frá og með 15. febrúar 2023, með fimm ára skipun í huga að loknum reynslutíma.
Leiða af hlutverki lögreglu, eins og það er skilgreint í 1. gr. lögreglulaga nr. 90/1996 og 9. gr. reglugerðar nr. 1051 / 2006 um starfsstig innan lögreglunnar. Á verksviði og ábyrgð rannsóknarlögreglumanns eru rannsóknir viðameiri og flóknari mála, þar á meðal tæknirannsóknir, sem vegna eðlis krefjast aukinnar sérhæfingar og sérþekkingar, verkstjórn hóps lögreglumanna við rannsókn mála þegar það á við og náið samstarf við ákærendur og eftir atvikum aðstoð við undirbúning saksóknar.
Umsækjendur skulu hafa lokið prófi frá Lögregluskóla ríkisins eða diplómanámi í lögreglufræðum sem jafngildir a.m.k. 120 stöðluðum námseiningum, þ.m.t. starfsnámi á vegum lögreglunnar. Samkvæmt 2. mgr. 14. gr. reglugerðar um starfsstig innan lögreglunnar skal umsækjandi hafa starfað sem lögreglumaður í að minnsta kosti tvö ár frá því að hann lauk prófi frá Lögregluskóla ríkisins eða diplóma í lögreglufræðum.
Æskilegt er að umsækjendur hafi einhverja reynslu af rannsóknum og þekkingu á helstu rannsóknaraðferðum. Góð þekking á landskerfum lögreglu og staðgóð almenn tölvukunnátta er nauðsynleg, en einnig er tungumálakunnátta kostur.
Nauðsynlegt er að viðkomandi búi yfir skipulagshæfni og vandvirkni í vinnubrögðum, sýni frumkvæði og sjálfstæði í starfi og hafi yfir að búa framúrskarandi færni í mannlegum samskiptum og hæfni til að starfa í hóp. Leitað er að einstaklingum með reynslu af störfum þar sem reynt hefur á þessa hæfileika.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Landssamband lögreglumanna hafa gert.
Starfshlutfall er 100% með bakvaktaskyldu.
Lögreglustjóri leggur áherslu á jafnrétti og hvetur fólk af öllum kynjum til að sækja um.
Vakin er athygli á að engan má skipa, setja eða ráða til starfa hjá lögreglu sem hlotið hefur fangelsisdóm fyrir refsiverðan verknað sem framinn var eftir að viðkomandi varð fullra 18 ára eða sýnt af sér háttsemi sem getur rýrt það traust sem starfsmenn lögreglu verða almennt að njóta. Til þess að staðreyna þetta er lögreglu heimilt að afla upplýsinga úr sakaskrá eða málaskrá lögreglu, sbr. 28. gr. a lögreglulaga nr. 90/1996.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 06.02.2023
Kristján Kristjánsson
–
[email protected]
–
444-2800
Bergur Jónsson
–
[email protected]
–
444-2800