Erum við að leita af þér?
Heilsubrú leitar að sálfræðingi í 100% tímabundið starf til eins árs. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. maí nk. eða eftir nánara samkomulagi. Um er að ræða spennandi starf fyrir sálfræðing í nýrri einingu sem er í þróun.
Heilsubrú er ný eining innan Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og hefur það markmið að gera starfsemi heilsugæslustöðva markvissari. Með Heilsubrúnni eflum við faglegt starf og samræmum þjónustu HH með þverfaglegu starfi.
Hlutverk Heilsubrúar er að veita fræðslu og ráðgjöf en einnig sinna sjúkdómum og heilsufarsvanda einstaklinga þ.á m. offitu, sykursýki, háþrýstingi, svefni, kvenheilsu og geðheilsu. Heilsubrú er hugsað sem viðbót við núverandi þjónustu HH. Sálfræðingur mun starfa í þverfaglegu teymi með læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru fagfólki í skemmtilegu starfsumhverfi sem er í þróun.
Heilsugæslan höfuðborgarsvæðisins á að vera fyrsti viðkomustaður í heilbrigðisþjónustu þar sem ólíkum þörfum notenda er mætt í nærumhverfi og þeim leiðbeint yfir í önnur kerfi heilbrigðisþjónustunnar eftir því sem þörf er á. Mikil þróunarvinna er í gangi og stöðugt er unnið að því að bæta þjónustu við skjólstæðinga sem hefur fjölgað mikið undanfarin ár.
Nánari upplýsingar um starfsemina má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is)
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sálfræðingafélag Íslands hafa gert.
Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, framkvæmdarstjóra mannauðs og nýliðunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík. HH áskilur sér rétt til þess að óska eftir sakavottorði.
Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Tekið er mið af jafnréttis- og mannréttindastefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 02.05.2023
Erla Gerður Sveinsdóttir
–
[email protected]
–
513-6450
Sólrún Ólína Sigurðardóttir
–
[email protected]
–
513-6450