Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar að sálfræðingi við Geðheilsuteymi HH suður sem er þverfaglegt meðferðarteymi. Teymið er til húsa í Bæjarlind 1-3. Um er að ræða tímabundið 100% starf til 1. ágúst 2024. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf 1. mars nk. eða eftir nánara samkomulagi. Til greina kemur að ráða tímabundið áhugasaman reynsluminni sálfræðing fáist ekki sálfræðingur með reynslu í starfið.
Við Geðheilsuteymið starfa hjúkrunarfræðingar, geðlæknir, heimilislæknir, sálfræðingar, fjölskyldufræðingar, félagsráðgjafar, iðjuþjálfi, íþróttafræðingur, notendafulltrúi ásamt skrifstofustjóra. Næsti yfirmaður er svæðisstjóri geðheilsuteymisins.
Unnið er eftir batahugmyndafræði þar sem einstaklingsmiðuð þjónusta ýtir undir styrkleika og bjargráð notenda.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sálfræðingafélag Íslands hafa gert.
Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, framkvæmdarstjóra mannauðs og nýliðunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík.
Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Tekið er mið af jafnréttis- og mannréttindastefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 23.01.2023
Íris Dögg Harðardóttir
–
[email protected]
–
821-2161
Sérfræðingur í svæfinga- og gjörgæslulækningum Laus er til umsóknar staða sérfræðings í svæfinga- og gjörgæslulækningum á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Starfshlutfall...
Sækja um starfFélags- og skólaþjónusta Snæfellinga bs., auglýsir 80 % stöðugildi sálfræðings skóla- og félagsþjónustu ellegar 2 x 40% stöðugildi 2ja sálfræðinga...
Sækja um starfHjúkrunarfræðingar í sumarafleysingar á HSN Siglufirði Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Siglufirði (HSN) óskar eftir hjúkrunarfræðingum í sumarafleysingar. Ráðningartími og starfshlutfall er...
Sækja um starfMálastjóri – Geðheilsuteymi HH vestur Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) leitar eftir einstaklingi með menntun á félags- eða heilbrigðisvísindasviði í starf málastjóra...
Sækja um starfSjúkraliðar/nemar í sumarafleysingar á HSN Sauðárkróki Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Sauðárkróki óskar eftir sjúkraliðum og sjúkraliðanemum til starfa í sumarafleysingar á...
Sækja um starfHjúkrunarfræðingur – Djúpivogur/Breiðdalsvík – SUMARAFLEYSING 2023 Heilbrigðisstofnun Austurlands óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í sumarafleysingu júlí til ágúst á heilsugæslu...
Sækja um starf