Laust er til umsóknar starf sérfræðilæknis við verkjamiðstöð Landspítala. Við leitum eftir sérfræðilækni sem er sjálfstæður í vinnubrögðum, hefur góða færni í samskiptum og á gott með að vinna í teymi. Starfshlutfall er samkvæmt samkomulagi, um dagvinnu er að ræða og er starfið laust strax eða eftir nánara samkomulagi. Lögð er áhersla á að taka vel á móti nýjum starfsmönnum og veita góða og markvissa aðlögun.
Á verkjamiðstöð Landspítala er veitt sérhæfð meðferð, ráðgjöf og þjónusta við einstaklinga með erfiða verki. Að þjónustunni kemur þverfaglegt teymi svæfingalækna, hjúkrunarfræðinga, sálfræðings, lyfjafræðings og sjúkraþjálfara.
Starfsemi fer fram á Landspítala Hringbraut og í Holtasmára 1.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Fullt starf er bundið við sjúkrahúsið eingöngu sbr. grein 3.2.4 í gildandi kjarasamningi lækna og ríkisins. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.
Í umsóknarformið skal skrá inn upplýsingar um:
» Fyrri störf, menntun og hæfni
» Félagsstörf og umsagnaraðila
Nauðsynleg fylgiskjöl:
» Vottað afrit af prófskírteinum og starfsleyfum.
» Ferilskrá þar sem tilgreind er reynsla af kennslu, vísindavinnu og stjórnunarstörfum.
» Yfirlit yfir birtar ritrýndar vísindagreinar sem umsækjandi er höfundur að. Umsækjandi skal annaðhvort setja upp Google Scholar aðgang og senda vefslóð að síðunni eða senda staðfestingu á birtum greinum á PubMed.
» Kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn á starfið.
» Afrit af umsókn um læknisstöðu hjá Embætti Landlæknis skal fylgja með umsókn. Umsækjandi sækir skjalið hér og vistar, fyllir það út og sendir með umsókn.
Viðtöl verða höfð við umsækjendur og byggist ákvörðun um ráðningu í starfið á þeim og innsendum gögnum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Sérfræðilæknir, læknir með lækningaleyfi
Starfshlutfall er -100%
Umsóknarfrestur er til og með 30.11.2022
Kári Hreinsson, yfirlæknir
–
[email protected]
–
825 3790
Elfa Hrönn Guðmundsdóttir, mannauðsstjóri
–
[email protected]
–
691 7823
Læknir óskast til starfa á heilsugæsluna á Höfn í Hornafirði Heilbrigðisstofnun Suðurlands óskar eftir að ráða lækni á heilsugæsluna á...
Sækja um starfSérfræðistarf hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar eftir sérfræðingi hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana til að m.a. sjá um rekstur vél- og...
Sækja um starfLæknir – vera á skrá hjá HSU Hér geta læknar með starfsleyfi og læknanemar skráð almenna starfsumsókn Umsóknir hverfa eftir...
Sækja um starfSérfræðinám í hjúkrun og ljósmóðurfræði á Landspítala Landspítali auglýsir eftir metnaðarfullum hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum í launað sérfræðinám til undirbúnings veitingar...
Sækja um starfStjórnarráðið | Auglýsing úr Orra Hoppa yfir valmynd Navigation fyrir stærri skjái Stjórnarráð ÍslandsSkjaldarmerki – Fara heim Verkefni Verkefni...
Sækja um starfStjórnarráðið | Auglýsing úr Orra Hoppa yfir valmynd Navigation fyrir stærri skjái Stjórnarráð ÍslandsSkjaldarmerki – Fara heim Verkefni Verkefni...
Sækja um starf