Landspítali auglýsir eftir metnaðarfullum hjúkrunarfræðingum og ljósmæðrum í launað sérfræðinám til undirbúnings veitingar sérfræðileyfis á klínísku sérsviði í hjúkrun og ljósmóðurfræði. Tilgangur sérfræðinámsins er að efla og bæta klíníska færni og þekkingu verðandi sérfræðinga í hjúkrun og ljósmóðurfræði á viðkomandi sérsviði. Jafnframt að þeir fái þjálfun í gagnreyndum vinnubrögðum og reynslu í hlutverki sérfræðings á viðkomandi sérsviði undir leiðsögn sérfræðinga.
Sérfræðinámið er einstaklingsmiðað og stendur yfir í 9-18 mánuði, í 80-100% starfi. Hjúkrunarfræðingur/ ljósmóðir í sérfræðinámi fær 20% af sínum vinnutíma, í samráði við yfirmann, til að vinna að markmiðum sínum í náminu.
Sérfræðinámið hefst í desember-janúar næstkomandi eða eftir samkomulagi.
Þátttakandi:
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Fylgiskjöl skulu vera á pdf formi.
Umsókn þarf að fylgja:
» Náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum.
» Starfsleyfi ef umsækjandi er ekki þegar í starfi á Landspítala.
» Kynningarbréf þar sem tilgreind eru persónuleg markmið með starfsnáminu.
» Samþykki næsta yfirmanns fyrir umsókn.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6700 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að þar sé veitt framúrskarandi heilbrigðisþjónusta byggð á vísindum, fagmennsku og umhyggju, öflugu fagfólki og studd með umgjörð og aðbúnaði sem sómi er að.
Landspítali hefur hlotið jafnlaunavottun samkvæmt jafnlaunastaðlinum ÍST85:2012, úttekt framkvæmd af Versa vottun ehf.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, hjúkrunarfræðingur, ljósmóðir, hjúkrun
Starfshlutfall er 80-100%
Umsóknarfrestur er til og með 02.10.2023
Katrín Blöndal
–
[email protected]
–
825 3623
Læknir hjá HSN Fjallabyggð Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Fjallabyggð óskar eftir að ráða lækni til starfa. Húsnæði í boði. Læknar sem...
Sækja um starfAðstoðarmaður við hjúkrun – Neskaupstaður – Hjúkrunardeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands HSA óskar eftir að ráða aðstoðarmann við hjúkrun á hjúkrunardeild Umdæmissjúkrahúss...
Sækja um starfAðhlynning Nú fjölgum við rýmum á HSS! Vegna mikils skorts á hjúkrunarrýmum fjölgum við rýmum sem tímabundið úrræði til að...
Sækja um starfKlínískur yfirnæringarfræðingur við Sjúkrahúsið á Akureyri Laus er til umsóknar 100% staða næringarfræðings (möguleiki á lægra starfshlutfalli eftir samkomulagi) við...
Sækja um starfHjúkrunarfræðingur – Heimahjúkrun HH Heimahjúkrun HH leitar eftir hjúkrunarfræðingi í vaktavinnu. Um er að ræða ótímabundið starf á morgun-, kvöld-...
Sækja um starfSérnámsstöður í barnalækningum – Sérnámsstöður lækna á Landspítala og sjúkrahúsinu á Akureyri Lausar eru til umsóknar sérnámsstöður í hlutasérnámi til...
Sækja um starf