Matvælaráðuneytið auglýsir starf sérfræðings á skrifstofu landbúnaðar. Í nýju matvælaráðuneyti, MAR, mætast málaflokkar sjávarútvegs, landbúnaðar og matvæla auk landgræðslu og skógræktar. Mikil áhersla er lögð á ábyrgða umgengni við náttúru og sjálfbæra nýtingu auðlinda, öfluga nýsköpun og vöruþróun í hæsta gæðaflokki.
Í ráðuneytinu starfar samhentur hópur fólks sem kemur úr ýmsum áttum og býr yfir ríkri sérfræðiþekkingu. Ráðuneytið hefur snertifleti við alla stærstu atvinnuvegi landsins og með þátttöku hagaðila atvinnulífsins mótar skrifstofa landbúnaðar stefnu í málaflokkum sínum í samstarfi við ráðherra og tekst á við margvíslegar áskoranir. Um er að ræða fullt starf á krefjandi og góðum vinnustað.
Hlutverk skrifstofu landbúnaðar er að skapa skilvirka umgjörð um landbúnaðarframleiðslu og viðskipti með landbúnaðarafurðir. Á skrifstofunni er unnið að greiningum og stefnumótun með það að markmiði að bæta samkeppnishæfni. Verkefni skrifstofunnar varða meðal annars framleiðslu landbúnaðarafurða, framkvæmd búvörusamninga, málefni jarða og landbúnaðarlands, tollamál, verðlagningu og sölu á búvörum, skógrækt, landgræðslu og viðskipti með landbúnaðarafurðir. Þá annast skrifstofan samstarf m.a. á vettvangi EES, EFTA og norrænu ráðherranefndarinnar.
Sérfræðingurinn mun vinna við stefnumótun á sviði landbúnaðar, framkvæmd búvörusamninga og loftslags- og umhverfismál á sviði landbúnaðar auk samskipta við hagaðila og önnur tilfallandi verkefni á málefnasviðinu.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins hafa gert.
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf sem fyrst. Umsókn skal fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf á íslensku þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hvernig umsækjandi uppfyllir hæfniskröfur. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um. Tekið skal fram að umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. reglur um auglýsingar lausra starfa nr. 1000/2019.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 27.05.2022
Elísabet Anna Jónsdóttir, Skrifstofustjóri
–
[email protected]