Laust er til umsóknar starf sérfræðings við Rannsóknadeild fisksjúkdóma hjá Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum.
Stofnunin er háskólastofnun á sviði dýraheilbrigðis og hlutverk hennar er tilgreint með lögum um stofnunina nr. 67/1990 og lögum nr. 50/1986 um rannsóknir á fisksjúkdómum.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag íslenskra náttúrufræðinga hafa gert.
Um er að ræða framtíðarstarf og umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.
Unnið er samkvæmt vottuðu gæðakerfi Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum.
Stofnunin starfar m.a. sem innlend tilvísunarrannsóknastofa fyrir sjúkdóma í fiskum, lindýrum og krabbadýrum.
Stundvísi, áreiðanleiki og áhugi á viðfangsefninu eru mikilvægir þættir í fari umsækjenda, sem og víðsýni, jákvæðni, góð samstarfshæfni og lipurð í mannlegum samskiptum.
Umsókn skulu fylgja upplýsingar um náms- og starfsferil og ritaskrá umsækjanda, ásamt kynningarbréfi þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar, með rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið og upplýsingum um umsagnaraðila.
Við ráðningu í starfið er tekið mið af jafnréttisstefnu stofnunarinnar.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands, sjá: https://www.hi.is/haskolinn/malstefna_haskola_islands
Upplýsingar um starfsemi Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum er að finna á keldur.is
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 02.01.2023
Árni Kristmundsson, Deildarstjóri
–
[email protected]
–
8664404