Náttúruhamfaratrygging Íslands óskar eftir að ráða reynslumikinn, talnaglöggan einstakling með yfirgripsmikla þekkingu á fjármálamörkuðum sem hefur annað hvort unnið við miðlun verðbréfa eða haft eftirlit með slíkum viðskiptum. Samhliða þeim verkefnum er gert ráð fyrir að starfsmaðurinn sinni ýmsum verkefnum sem honum eru falin á vátryggingasviði, s.s. umsýslu tjónamála, eftirliti með innheimtu iðgjalda, afstemmingu og utanumhaldi erlendra iðgjalda og öðrum þeim verkefnum sem falla til á sviðinu.
Umsóknarfrestur er til og með 10. ágúst 2023. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni umsækjanda sem nýtist í starfi. Umsóknir gilda í sex mánuði frá dagsetningu auglýsingar. Áhugasamir einstaklingar óháð kyni eru hvattir til að sækja um.Náttúruhamfaratrygging Íslands er opinber stofnun sem hefur það hlutverk að vátryggja eignir gegn náttúruhamförum. Að jafnaði starfa 6-7 starfsmenn hjá NTÍ, en þegar stórir tjónsatburðir eiga sér stað geta orðið miklar breytingar á starfsmannafjölda til skemmri tíma. Starfslýsingu fyrir starfið má finna á: www.intellecta.is/nti og kynningarmyndband um NTÍ má finna á: https://www.youtube.com/watch?v=RkkLzbuPX30.
Nánari upplýsingar veitir Thelma Kristín Kvaran ([email protected]) í síma 511 1225.