Heilsugæslan Mosfellsumdæmi leitar að sérfræðingi í heimilislækningum í ótímabundið starf. Starfshlutfall er 100% eða eftir samkomulagi. Æskilegt er að viðkomandi getið hafið störf 15. ágúst eða eftir nánara samkomulagi. Til greina kemur að ráða almennan lækni fáist ekki sérfræðingur í starfið.
Um er að ræða ábyrgðarmikið og krefjandi starf og spennandi vettvang fyrir lækni sem áhuga hefur á nýsköpun og framþróun í heilsugæslu. Unnið er í þverfaglegu teymi með læknum, hjúkrunarfræðingum og öðru fagfólki í skemmtilegu starfsumhverfi sem er í stöðugri þróun.
Heilsugæslan er fjölskylduvænn vinnustaður og góð samvinna er á milli starfstétta. Á stöðinni starfa sérfræðingar í heimilislækningum ásamt hjúkrunarfræðingum, ljósmæðrum, sálfræðingi, sjúkraþjálfara og riturum. Heilsugæslan Mosfellsumdæmi flutti nýverið í nýtt og sérhannað húsnæði.
Nánari upplýsingar um starfsemi stöðvarinnar má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is).
Starfssvið sérfræðings í heimilislækningum er víðtækt og felst m.a. í almennri læknismóttöku, heilsuvernd, bráðaþjónustu á daginn og síðdegisvakt. Er virkur þátttakandi í þróun og uppbyggingu heimilislækninga, sinnir kennslu starfsfólks og nema og tekur þátt í vísinda-, þróunar- og gæðastarfi.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands heilsugæslulæknar hafa gert.
Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og kynningarbréf þar sem fram kemur rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um læknismenntun, læknisstörf, vísinda- og rannsóknarstörf. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, framkvæmdastjóra mannauðs og nýliðunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík.
Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Tekið er mið af jafnréttis- og mannréttindastefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 31.05.2023
Jórunn Harpa Ragnarsdóttir
–
[email protected]
–
513-6050
Jórunn Edda Hafsteinsdóttir
–
[email protected]
–
513-6050
Hjúkrunarnemar í sumarafleysingar á HSN Húsavík Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Húsavík óskar eftir að ráða hjúkrunarnema á hjúkrunar- og sjúkrasvið í...
Sækja um starfHjúkrunarfræðingur í sumarafleysingar á heilsugæslu HSN Blönduósi Heilbrigðisstofnun Norðurlands óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing í sumarafleysingar á heilsugæslu. Starfshlutfall og...
Sækja um starfSérnámsstöður í myndgreiningu – Sérnámsstöður lækna á Landspítala Lausar eru til umsóknar sérnámsstöður í hlutasérnámi til þriggja ára í myndgreiningu....
Sækja um starfSérfræðistarf hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar eftir sérfræðingi hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana til að m.a. sjá um rekstur vél- og...
Sækja um starfDeildarstjóri endurhæfingardeildar – Umdæmissjúkrahús Austurlands í Neskaupstað Heilbrigðisstofnun Austurlands óskar eftir að ráða deildarstjóri endurhæfingardeildar á endurhæfingardeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands í...
Sækja um starfJafningi – nýtt starf á geðsviði Geðþjónusta Landspítala auglýsir laust til umsóknar spennandi og þroskandi hlutastarf fyrir áhugasama. Um er...
Sækja um starf