Sálfræðiþjónusta Landspítala vill ráða til starfa 5 sérfræðinga í klínískri sálfræði við sálfræðiþjónustu Landspítala. Leitað er eftir sérfræðingum með framúrskarandi samskiptahæfni, faglegan metnað og áhuga á að vinna í fjölbreyttu starfi í krefjandi þverfaglegu umhverfi.
Leitast verður við að ráða sérfræðing á eftirfarandi starfseiningar:
Starfið bíður upp á fjölbreytta möguleika á klínískri starfsþróun, aðkomu að þjálfun og handleiðslu starfsmanna og nema og þróunar- og rannsóknarvinnu.
Hjá sálfræðiþjónustunni starfa 76 sálfræðingar í ólíkum þverfaglegum teymum á ýmsum deildum Landspítala. Sálfræðiþjónustan er í stöðugri framþróun og unnið er að fjölbreyttum umbóta- og rannsóknarverkefnum.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sálfræðingafélag Íslands hafa gert.
Starfið er laust nú þegar eða samkvæmt samkomulagi. Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum ráðningarkerfi ríkisins. Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Umsókn fylgi einnig kynningarbréf með rökstuðningi fyrir hæfni og sýn á starfið. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur.
Öllum umsóknum verður svarað. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Sálfræðingur, Dagvinna
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 06.02.2023
Berglind Guðmundsdóttir
–
[email protected]
–
543 9292
Jafningi – nýtt starf á geðsviði Geðþjónusta Landspítala auglýsir laust til umsóknar spennandi og þroskandi hlutastarf fyrir áhugasama. Um er...
Sækja um starfHjúkrunarnemar á 1.- 4. ári – Hlutastörf með námi á smitsjúkdómadeild Langar þig í hvetjandi og lærdómsríkt starf þar sem...
Sækja um starfMálastjóri – Geðheilsuteymi HH vestur Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins (HH) leitar eftir einstaklingi með menntun á félags- eða heilbrigðisvísindasviði í starf málastjóra...
Sækja um starfStjórnarráðið | Auglýsing úr Orra Hoppa yfir valmynd Navigation fyrir stærri skjái Stjórnarráð ÍslandsSkjaldarmerki – Fara heim Verkefni Verkefni...
Sækja um starfHjúkrunarfræðingur – Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ Heilsugæslan Seltjarnarnesi og Vesturbæ auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi í 100% framtíðarstarf í fjölbreytt störf hjúkrunar,...
Sækja um starfLjósmóðir í sumarafleysingar á HSN Sauðárkróki Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Sauðárkróki óskar eftir ljósmóður í sumarafleysingar á heilsugæslustöð. Æskilegt er að...
Sækja um starf