Samgöngustofa óskar eftir að ráða rafmagns sérfræðing á skipatæknideild.
Starfið felst í yfirferð rafmagnsteikninga og annarra tæknilegra gagna vegna nýsmíði, breytinga og innflutnings á skipum, framkvæmd álagsprófana og skoðun á rafbúnaði skipa. Starfið felur einnig í sér samskipti við hönnuði, útgerðir og flokkunarfélög vegna skoðana og tæknigagna.
Í boði er spennandi starf hjá metnaðarfullri stofnun í alþjóðlegu umhverfi. Við bjóðum uppá góða starfsaðstöðu og frábæra vinnufélaga.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Öllum umsóknum skal fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf. Í ráðningarferlinu verður óskað eftir að umsækjendur skili sakavottorði. Hafi umsækjandi verið fundinn sekur um refsiverða háttsemi getur það orðið til þess að viðkomandi telst ekki hæfur til að gegna starfi hjá stofnuninni. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsóknir gilda í a.m.k. sex mánuði ef staða losnar á ný. Samgöngustofa áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Samgöngustofa hvetur fólk óháð kyni, þjóðernisuppruna og fötlun til að sækja um.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 23.01.2023
Guðmundur Kristinn Thoroddsen, Deildarstjóri skipatæknideildar
–
[email protected]
–
4806000