Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar eftir sérfræðingi hjá Samhæfingarstöð krabbameinsskimana til að m.a. sjá um rekstur vél- og hugbúnaðarkerfa einingarinnar sem við kemur skimun krabbameina. Um er að ræða ótímabundið 100% starf. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða skv. nánara samkomulagi.
Samhæfingarstöð krabbameinsskimana fer með skipulag og utanumhald lýðgrundaðra skimana fyrir brjósta- og leghálskrabbameinum og krabbameinum í ristli og endaþarmi.
Nánari upplýsingar um Samhæfingarstöð krabbameinsskimana má finna á vef Heilsugæslunnar (www.heilsugaeslan.is)
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Fræðagarður hafa gert.
Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar. Leggja skal fram staðfestar upplýsingar um menntun, fyrri störf og reynslu.
Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, framkvæmdarstjóra mannauðs og nýliðunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík.
Tekið er mið af jafnréttis- og mannréttindastefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu í starfið. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 02.05.2023
Ágúst Ingi Ágústsson
–
[email protected]
–
513-6700
Hjúkrunarfræðingur – Án staðsetningar – Heilsugæslusvið HSA Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) óskar eftir að ráða hjúkrunarfræðing á heilsugæslusviði HSA án staðsetningar....
Sækja um starfStjórnarráðið | Auglýsing úr Orra Hoppa yfir valmynd Navigation fyrir stærri skjái Stjórnarráð ÍslandsSkjaldarmerki – Fara heim Verkefni Verkefni...
Sækja um starfSérnámsstöður í taugalækningum – Sérnámsstöður lækna á Landspítala Lausar eru til umsóknar sérnámsstöður í hlutasérnámi til tveggja ára í taugalækningum....
Sækja um starfHjúkrunarfræðingur óskast á taugalækningadeild Við sækjumst eftir metnaðarfullum hjúkrunarfræðingi til að starfa með okkur á taugalækningadeild í Fossvogi. Við bjóðum...
Sækja um starfDeildarstjóri endurhæfingardeildar – Umdæmissjúkrahús Austurlands í Neskaupstað Heilbrigðisstofnun Austurlands óskar eftir að ráða deildarstjóri endurhæfingardeildar á endurhæfingardeild Umdæmissjúkrahúss Austurlands í...
Sækja um starfHjúkrunarfræðingur á skurðlækningadeild Laus er til umsóknar 80-100% staða hjúkrunarfræðings á skurðlækningadeild. Um er að ræða vaktavinnu og er staðan...
Sækja um starf