Fjölbrautaskólinn í Garðabæ óskar eftir að ráða sérkennara á sérnámsbraut ( starfsbraut ) frá 1. ágúst 2023.
Leitað er að vel menntuðum og áhugasömum kennara. Sérstaklega er sóst eftir kennara sem sýnir frumkvæði í starfi, góða samskiptahæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum.
Umsækjandi þarf að hafa próf í sérkennslufræðum ásamt fullum réttindum til kennslu (sbr. lög nr. 95/2019). Góð samskipta- og skipulagshæfni er mikilvæg ásamt áhuga á að starfa í öflugu skólasamfélagi.
Við ráðningu verður miðað við, að sá er starfið hlýtur falli sem best að aðstæðum og þörfum skólans.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Kennarasamband Íslands hafa gert.
Umsóknum skal skilað rafrænt í gegnum Starfatorg (www.starfatorg.is) með tilheyrandi fylgigögnum, s.s. leyfisbréfi, ferilskrá, prófskírteinum og öðrum upplýsingum sem umsækjanda þykir skipta máli.
Skólameistari mun óska eftir umboði til að kalla eftir upplýsingum úr sakaskrá áður en gengið er frá ráðningu.
Við ráðningar í störf við Fjölbrautaskólann í Garðabæ er tekið mið af jafnréttisstefnu skólans.
Starfshlutfall er -100%
Umsóknarfrestur er til og með 02.05.2023
Kristinn Þorsteinsson, skólameistari
–
[email protected]
–
5201600
Hrafnhildur Ragnarsdóttir, kennslustjóri
–
[email protected]
–
5201600