Lausar eru til umsóknar sex sérnámsstöður í heimilislækningum hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Sérnámsstöðurnar veitast frá og með 1. júlí 2023 eða eftir nánara samkomulagi og með fyrirvara um samþykki inntöku- og framgangsnefndar (samkvæmt viðmiðunarreglum/marklýsingu).
Sérnám í heimilislækningum hefur verið starfrækt í fjölda ára á Íslandi og hefur Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins verið leiðandi í sérnáminu. Sérnám í heimilislækningum byggir á marklýsingu Félags íslenskra heimilislækna, sjá nánar á: https://www.landlaeknir.is/umembaettid/frettir/frett/item33037/vidurkenning-a-marklysingu-fyrir-sernam-i-heimilislaekningum-a-islandi-
Sérnámið fer fram undir virkri handleiðslu mentors sem er sérfræðingur í heimilislækningum sem fylgir sérnámslækni eftir allan námstímann. Sérnámslæknir skipuleggur nám sitt í samráði við mentor og kennslustjóra sérnáms.
Námið fer fram á heilsugæslustöð í þrjú ár og á sjúkrahúsi í tvö ár. Starfshlutfall er 100%.
Kostir sérnáms í heimilislækningum:
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Stéttarfélag er Læknafélag Íslands. Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar. Jafnframt skal leggja fram staðfestar upplýsingar um læknismenntun, læknisstörf og vísinda- og rannsóknarstörf ásamt staðfestu afriti af opinberu starfsleyfi. Mat á hæfni umsækjenda byggist á innsendum gögnum, umsögnum og viðtölum við umsækjendur. Gögn sem ekki er hægt að senda rafrænt skulu berast Svövu Þorkelsdóttur, framkvæmdarstjóra mannauðs og nýliðunar Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, Álfabakka 16, 109 Reykjavík. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Tekið er mið af jafnréttis- og mannréttindastefnu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins við ráðningu. Umsókn getur gilt í 6 mánuði.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 16.01.2023
Elínborg Bárðardóttir
–
[email protected]
–
513-5000
Stjórnarráðið | Auglýsing úr Orra Hoppa yfir valmynd Navigation fyrir stærri skjái Stjórnarráð ÍslandsSkjaldarmerki – Fara heim Verkefni Verkefni...
Sækja um starfHjúkrunarfræðingar/nemar í sumarafleysingar í heimahjúkrun á Akureyri Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) Akureyri óskar eftir hjúkrunarfræðingum og hjúkrunarnemum í heimahjúkrun sumarafleysingar. Ráðningartími...
Sækja um starfAðhlynning Nú fjölgum við rýmum á HSS! Vegna mikils skorts á hjúkrunarrýmum fjölgum við rýmum sem tímabundið úrræði til að...
Sækja um starfStjórnarráðið | Auglýsing úr Orra Hoppa yfir valmynd Navigation fyrir stærri skjái Stjórnarráð ÍslandsSkjaldarmerki – Fara heim Verkefni Verkefni...
Sækja um starfSérnámsstöður í bæklunarskurðlækningum – Sérnámsstöður lækna á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri Lausar eru til umsóknar sérnámsstöður í sérnám í...
Sækja um starfHjúkrunarfræðingar á gjörgæsludeild Lausar eru til umsóknar tvær 80-100% stöður hjúkrunarfræðinga á gjörgæsludeild Sjúkrahússins á Akureyri. Um er að ræða...
Sækja um starf