Lausar eru til umsóknar sérnámsstöður í hlutasérnámi til tveggja ára í barnalækningum. Sérnámið er vottað af mats- og hæfisnefnd heilbrigðisráðuneytisins í samræmi við reglugerð 856/2023 og byggt á marklýsingu evrópsku barnalæknasamtakanna (European Academy of Pediatrics). Framgangsmat fer fram tvisvar á ári. Sérnámið fer fram á Barnaspítala Hringsins. Auk þess er boðið upp á 3 mánaða viðbótarþjálfun á barna- og unglingageðdeild Landspítala.
Starfshlutfall er 100% eða samkvæmt samkomulagi. Upphafsdagur ráðningar er 27. febrúar 2024 en þann dag er móttökudagur, annars getur upphaf starfs verið samkvæmt samkomulagi við kennslustjóra.
Sérnám fer að mestu leyti fram á Landspítala en einnig á Sjúkrahúsinu á Akureyri í flestum greinum. Ef samvinna hefur verið staðfest milli LSH og SAk um sérnám í viðkomandi sérgrein er gert ráð fyrir að sérnámslæknar vinni á báðum stöðum nema sérstakar aðstæður leyfi það ekki.
Sérnám í læknisfræði á Íslandi hefur þróast hratt á undanförnum árum. Nú er veitt sérnám í flestum grunngreinum lækninga á Íslandi í samræmi við alþjóðleg gæðaviðmið. Sérnám lækna hefur mikilvæga þýðingu fyrir framþróun lækninga, gæði og öryggi þjónustu við sjúklinga.
Doktorsnám er mögulegt samhliða klínísku sérnámi. Ef fyrir liggur samþykkt rannsóknaráætlun fyrir doktorsnám getur umsækjandi sótt um slíka stöðu. Að lágmarki væri þá um 50% ráðningu við Landspítala að ræða eða eftir samkomulagi og klínískt sérnám lengt sem því nemur og í samræmi við reglugerð 856/2023. Taka skal óskir um slíkt sérstaklega fram í athugasemdum við umsókn og í kynningarbréfi.
Sjá kynningarmyndband.
*Further information for applicants who do not speak Icelandic or have an Icelandic medical licence.
Sjá almennt kynningarmyndband um sérnám í læknisfræði, upplýsingar um sérnám á Landspítala og Sjúkrahúsinu á Akureyri.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Læknafélag Íslands hafa gert.
Í umsóknarformið skal skrá inn upplýsingar um:
Nauðsynleg fylgiskjöl:
Landspítali áskilur sér rétt til að falla frá áformum um ráðningu eða ráða fleiri en einn á grundvelli auglýsingar þessarar
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
Sjúkrahúsið á Akureyri veitir almenna og sérhæfða heilbrigðisþjónustu, þar sem áhersla er lögð á bráðaþjónustu og helstu sérgreinameðferðir. Sjúkrahúsið er kennslusjúkrahús og þekkingarstofnun sem leggur metnað sinn í kennslu og rannsóknir í heilbrigðisvísindum. Sjúkrahúsið á Akureyri leggur áherslu á samvinnu við heilbrigðisstofnanir á landsbyggðinni, tekur þátt í uppbyggingu heilbrigðisþjónustu á landsvísu og er miðstöð læknisfræðilegrar þjónustu sjúkraflugs í landinu.¿
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, sérnámslæknir, læknir með lækningaleyfi
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 29.09.2023
Valtýr Stefánsson Thors, kennslustjóri
–
[email protected]
Sjúkraliðar og sjúkraliðanemar í starfsnámi á taugalækningadeild Sjúkraliðar og sjúkraliðanemar í starfsnámi óskast til starfa á taugalækningadeild í Fossvogi. Í...
Sækja um starfHjúkrunarfræðingar á slysa- og bráðadeild Spennandi tímar framundan! Nú styttist í að við opnum nýja og glæsilega slysa- og bráðamóttöku...
Sækja um starfHjúkrunarnemar á 1.- 4. ári – Hlutastörf með námi á smitsjúkdómadeild Langar þig í hvetjandi og lærdómsríkt starf þar sem...
Sækja um starfJafningi – nýtt starf á geðsviði Geðþjónusta Landspítala auglýsir laust til umsóknar spennandi og þroskandi hlutastarf fyrir áhugasama. Um er...
Sækja um starfStjórnarráðið | Auglýsing úr Orra Hoppa yfir valmynd Navigation fyrir stærri skjái Stjórnarráð ÍslandsSkjaldarmerki – Fara heim Verkefni Verkefni...
Sækja um starfSérnámsstöður í myndgreiningu – Sérnámsstöður lækna á Landspítala Lausar eru til umsóknar sérnámsstöður í hlutasérnámi til þriggja ára í myndgreiningu....
Sækja um starf