Við viljum ráða sjúkraliða til starfa á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi. Deildin er opin allan sólarhringinn, alla daga ársins. Þangað koma allir sjúklingahópar Landspítala og er því starfið fjölbreytt og engir dagar eins. Starfið felur í sér mikla teymisvinnu þar sem unnið er náið með öllum starfsstéttum. Tækifæri eru til að öðlast víðtæka þekkingu, færni og miklir möguleikar til framþróunar.
Á deildinni ríkir sérstaklega góður starfsandi. Nýir starfsmenn fá handleiðslu og góða einstaklingsmiðaða aðlögun. Starfshlutfall er 60-100%, unnið er á þrískiptum vöktum og er upphaf starfa samkomulag en æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Vinnuvika starfsfólks í fullri vaktavinnu er nú 36 stundir og getur orðið enn minni eftir samsetningu vakta. Markmiðið er að stuðla að betri heilsu og öryggi starfsfólks og auka möguleika þess til að samþætta betur vinnu og einkalíf, þannig að störf í vaktavinnu verði eftirsóknarverðari.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Sjúkraliðafélag Íslands hafa gert.
Allar umsóknir þurfa að fara rafrænt í gegnum Starfatorg. Umsókn fylgi náms- og starfsferilskrá ásamt afriti af prófskírteinum og starfsleyfi. Tekið er mið af jafnréttisstefnu Landspítala við ráðningar á spítalanum. Öllum umsóknum verður svarað.
Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 6000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur.
Umsóknir geta gilt í 6 mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996, um auglýsingar á lausum störfum með síðari breytingum.
Starfsmerkingar: Heilbrigðisþjónusta, Sjúkraliði, Hjúkrun
Starfshlutfall er 60-100%
Umsóknarfrestur er til og með 02.01.2023
Ágústa Hjördís Kristinsdóttir
–
[email protected]
–
8244637
Sérfræðingur á sviði fisksjúkdóma Laust er til umsóknar starf sérfræðings við Rannsóknadeild fisksjúkdóma hjá Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að...
Sækja um starfSérfræðingur í milliverðlagningu hjá Skattinum Skatturinn leitar að öflugum liðsauka til starfa á starfsstöð Skattsins í Reykjavík og til að...
Sækja um starfSérfræðingur í skipatæknideild Samgöngustofa óskar eftir að ráða rafmagns sérfræðing á skipatæknideild. Helstu verkefni og ábyrgð Starfið felst í yfirferð...
Sækja um starfEignastjóri hjá FSRE – Fjölbreytt starf við umsjón fasteigna ríksins FSRE leitar að kraftmiklum og lausnamiðuðum einstaklingi í öflugan hóp...
Sækja um starfStjórnarráðið | Auglýsing úr Orra Hoppa yfir valmynd Navigation fyrir stærri skjái Stjórnarráð ÍslandsSkjaldarmerki – Fara heim Verkefni Verkefni...
Sækja um starfSérfræðingur í áhættugreiningu og -mati hjá Skattinum Skatturinn leitar að öflugum liðsauka til starfa á starfsstöð Skattsins í Reykjavík og...
Sækja um starf