Okkur vantar ábyrgðafullt og hresst fólk til að halda skíðasvæðunum í borginni opnum í vetur. Starfið felst m.a. í lyftuvörslu, að gæta öryggis skíðaiðkenda á meðan opið er, almennu viðhaldi og þrifum.
Getur þú tekið vaktir í vetur og hefur þú:
· ábyrgðakennd og hæfni í mannlegum samskiptum
· áhuga á útivist
· náð 18 ára aldri
· hreint sakavottorð
Vinnutími (þegar opið er): Virkir dagar: 16:45 – 20:15. Helgaropnun: 10:45 – 17:15
Athugið! Einungis er um að ræða tímavinnu þegar skíðasvæðið er opið.
Skíðasvæðin eru í Árbæ og Grafarvogi.
https://reykjavik.is/skidasvaedin
Nánari upplýsingar í síma 695-5022