Við í Jörfa óskum eftir metnaðarfullum starfsmanni í sérkennsluteymið okkar.
Helstu verkefni eru að vinna í teymi sérkennslunnar og veita þeim börnum sem og deildum stuðning til þess að allir geti notið sín í námi. Það sem þarf að vinna að hverju sinni í samstarfi við sérkennslustjóra og aðra í sérkennsluteymi.
Starfinu fylgir samskipti við foreldra og samstarf um velferð barna.
Leikskólinn Jörfi er staðsettur við Hæðargarð í Reykjavík. Hann tók til starfa í ágúst 1997 og er í dag fimm deilda leikskóli. Deildirnar heita Hlíð, Holt, Laut, Lundur og Sel. Í Jörfa dvelja 92 börn samtímis á aldrinum eins til sex ára. Aðbúnaður og staðsetning leikskólans er góð með ýmsum möguleikum til útivistar. Í göngufæri eru, Grundagerðisgarður, Úlfaskógur, Hákonarlundur, Elliðaárdalur, Fossvogsdalur og Laugardalur ásamt mörgum öðrum grænum svæðum og görðum.
Leikskólinn Jörfi er í innleiðingarferli á nýrri skólastefnu í anda Reggio Emilia. Ein af megináherslunum Reggio Emilia hugmyndafræði er á að virða sjónarhorn barna, hvetja þau til sköpunar og efla rannsóknargleði í gegnum leik og samskipti.
Við hvetjum alla áhugasama til að koma í heimsókn og kíkja á heimasíðuna og Instagram síðu Jörfa.
Nánari upplýsingar veita Vessela Dukova og Ágústa Hjaltadóttir.
Starfið er laust nú þegar en ráðið er eftir samkomulagi.
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar við viðkomandi stéttarfélag.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Leikskólinn Jörfi
Hæðargarður27a
108 Reykjavík
Starfamerkingar: Gefandi starf, Reykjavíkurborg
Fá tilkynningu um svipuð störf
Engjaborg er fjögurra deilda leikskóli í Grafarvogi. Í Engjaborg er lögð áhersla á nám og velferð barna þar sem allir...
Sækja um þetta starfVið leggjum áherslu á að gleði sé ríkjandi í öllu starfi leikskólans, viðurkennandi samskipti og að virðing sé borin fyrir...
Sækja um þetta starfÍ Vinagerði er fjölmenningarlegt samfélag barna og starfsfólks sem vinnur eftir gildunum gleði, hvatning og nærgætni. Sérkennari sér um ráðgjöf...
Sækja um þetta starfLeitað er eftir starfsmanni í stuðningsstöðu vegna barna með sérþarfir. Æskilegat er að starfsmaðurinn hafi reynslu af vinnu með börnum,...
Sækja um þetta starfViltu vera hluti af skemmtilegum hópi starfsfólks í Furuskógi? Leikskólasérkennari/þroskaþjálfi óskast til starfa í leikskólann Furuskóg til að sinna umönnun,...
Sækja um þetta starfViltu vinna á góðum vinnustað og njóta fjölbreyttra daga? Leggur þú alúð í starfið þitt? Þá er Jöklaborg mögulega staðurinn....
Sækja um þetta starf