Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Laust er til umsóknar fullt starf tæknimanns við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands. Starfið felur í sér að styðja við vettvangsrannsóknir og vinnu á rannsóknastofum, auk þess að aðstoða við fjölbreyttar mælingar og söfnun sýna.
Vettvangsferðir og skipulagning þeirra
Vinna við fjarkönnun, þ.e. gagnaúrvinnslu, greiningu og drónastjórnun
Söfnun sýna
Aðstoð á rannsóknarstofum
Menntun sem nýtist í starfi
Hæfni til að vinna við fjölbreyttar og krefjandi aðstæður úti í náttúrunni (aka breyttum jeppum, sinna verkefnum á sjó)
Góð almenn tölvu- og tæknikunnátta, grunnfærni í rafeindatækni er kostur
Reynsla af a.m.k. einu af eftirtöldu og vera reiðubúin(n) að þróa færni á öðrum sviðum: a) vinna utandyra (sýnatökur, skipulagning ferða, meðhöndlun búnaðar), b) vinna á rannsóknarstofum og c) vinna við fjarkönnun (notkun gervihnattagagna, drónastjórnun, myndgreining og stafræn hæðarlíkön)
Frumkvæði, sjálfstæð vinnubrögð og lipurð í mannlegum samskiptum
Handlagni og vandvirkni
Góð íslensku- og enskukunnátta
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:
Ferilskrá
Kynningarbréf þar sem fjallað er um hvernig umsækjandi uppfyllir þær hæfnikröfur sem settar eru fram í auglýsingunni og hvað hann telur sig geta lagt af mörkum til starfsins
Upplýsingar um 2-3 umsagnaraðila
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknafrests.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.
Háskóli Íslands hefur frá stofnun verið undirstaða atvinnulífs og framfara í íslensku samfélagi. HÍ er jafnframt framsækinn rannsóknarháskóli og virkur þátttakandi í alþjóðlegu vísindasamstarfi.
Háskóli Íslands er stærsti háskóli landsins og býður upp á hátt í 400 námsleiðir í grunn-, meistara- og doktorsstigi. Um 14.000 nemendur stunda nám við skólann, þar af yfir 2.000 alþjóðlegir nemar.
Við Háskóla Íslands starfa yfir 1.800 manns. Skólinn leggur áherslu á að laða til sín fjölbreyttan hóp starfsfólks og stúdenta í alþjóðlegt fræðasamfélag þar sem akademískt frelsi, fagmennska, jafnrétti, fjölbreytileiki og inngilding eru í öndvegi.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 24.11.2025
Olgeir Sigmarsson
Tölvupóstur: olgeir@hi.is
Andri Stefánsson
Tölvupóstur: as@hi.is
