Embætti landlæknis leitar að jákvæðum og lausnamiðuðum sérfræðingi í uppbyggingu á vöruhúsum gagna á Miðstöð rafrænna heilbrigðislausna hjá embættinu. Viðkomandi mun leiða hönnun og útfærslu á allri úrvinnslu og uppbyggingu vöruhúsa gagna í nánu samstarfi við önnur teymi innan embættisins.
Embætti landlæknis rekur gagnasöfn á landsvísu og er gagnasöfnun og gagnagreiningu embættisins ætlað að uppfylla margs konar þarfir. Má þar nefna stuðning við stefnu og aðgerðir heilbrigðisyfirvalda, stuðning við heilsueflandi samfélög, nýtingu gagna vegna eftirlitsskyldu embættisins og til almennrar vefbirtingar tölfræði um heilsufar og heilbrigðisþjónustu.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Við ráðningu er tekið mið af jafnréttisstefnu embættisins og við hvetjum einstaklinga af öllum kynjum til að sækja um starfið.
Umsóknin gildir í 6 mánuði eftir að umsóknarfrestur rennur út nema umsækjandi ákveði annað. Embætti landlæknis áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Öllum umsóknum verður svarað að ráðningu lokinni.
Umsókn skal fylgja ítarleg náms- og starfsferilskrá, auk 1-2 bls kynningarbréfs þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Mat á hæfni umsækjenda byggir á innsendum gögnum og viðtölum við umsækjendur.
Embætti landlæknis starfar í samræmi við lög um landlækni og lýðheilsu. Hlutverk embættisins í hnotskurn er að stuðla að góðri og öruggri heilbrigðisþjónustu, heilsueflingu og öflugum forvörnum. Embættið hefur sett sér þrjú gildi sem starfsmönnum ber að hafa að leiðarljósi þ.e. ábyrgð, virðing og traust. Við erum heilsueflandi vinnustaður sem leggur áherslu á að efla mannauð og stuðla að góðri heilsu og líðan starfsmanna.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 02.05.2023
Ingi Steinar Ingason
–
[email protected]
–
510 1900
Þórgunnur Hjaltadóttir
–
[email protected]
–
510 1900
Í nýju matvælaráðuneyti mætast málaflokkar sjávarútvegs, landbúnaðar og matvæla auk landgræðslu og skógræktar. Áhersla er lögð á loftslagsmál, aðgengi að hollum mat...
Sækja um starfSérfræðingur í áhættugreiningu og -mati hjá Skattinum Skatturinn leitar að öflugum liðsauka til starfa á starfsstöð Skattsins í Reykjavík og...
Sækja um starfSérfræðingur í flugrekstrar- og skírteinadeild Samgöngustofa auglýsir lausa til umsóknar stöðu sérfræðings í flugrekstrar- og skírteinadeild flugsviðs hjá Samgöngustofu. Helstu...
Sækja um starfSérfræðingur á sviði framhaldsskóla- og/eða starfsmenntamála Mennta- og barnamálaráðuneyti leitar eftir sérfræðingi í fullt starf á málefnasviði framhaldsskóla og/eða starfsmenntamála...
Sækja um starfSérfræðingur í milliverðlagningu hjá Skattinum Skatturinn leitar að öflugum liðsauka til starfa á starfsstöð Skattsins í Reykjavík og til að...
Sækja um starfSjúkraliðar óskast á bráðamóttöku Landspítala Við viljum ráða sjúkraliða til starfa á bráðamóttöku Landspítala í Fossvogi. Deildin er opin allan...
Sækja um starf