Ferðaskrifstofa Icelandia, er leiðandi ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi. Hjá fyrirtækinu starfa yfir 600 einstaklingar sem leggja sig fram við að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustuupplifun. Fyrirtækið sinnir ferðamönnum með ólíkri þjónustu sem spannar allt frá rútuferðum til sérsniðinna ævintýraferða.
Hjá fyrirtækinu starfa um 250 hópbifreiðastjórar sem starfa við akstur almenningsvagna og hópferðabíla.
Starf þjálfunar- og eftirlitsfulltrúa er nýtt og getur starfsmaður haft töluverð áhrif á þróun og mótun þess. Næsti yfirmaður er framkvæmdastjóri mannauðs og gæða og nánasta samstarfsfólk eru deildarstjóri almenningsvagna og deildarstjóri stjórnstöðvar BSÍ.
Helstu verkefni og ábyrgð
Menntunar- og hæfniskröfur
Vinnuaðstaða og -tími
Unnið er í dagvinnu virka daga og tvö kvöld og tveir dagar um helgi á mánuði. Unnir tímar kvöld og helgar koma til frádráttar á dagvinnu á móti.
Starfsstöð er í Klettagörðum 12 og Vatnsmýravegi 10 (BSÍ)
Fríðindi í starfi eru líkamsræktarstyrkur, sálfræðitímar, afsláttur af bílaleigubílum, afsláttur í ferðir á vegum Icelandia, styrkur vegna kaupa á handfrjálsum búnaði og niðurgreiddur hádegismatur.