Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Laust er til umsóknar fullt starf verkefnastjóra á Myndgreiningakjarna Lífvísindaseturs Háskóla Íslands.
Verkefnastjórinn heyrir undir forstöðumann Lífvísindaseturs, en innan setursins starfar að jafnaði fjölþjóðlegur hópur vísindafólks og framhaldsnema. Viðkomandi verður staðsettur í Læknagarði við Vatnsmýrarveg 16, 101 Reykjavík. Lífvísindasetur er samstarfsvettvangur á sviði sameindalífvísinda þvert á háskóla og stofnanir sem veitir þjónustu við rannsóknahópa með þjálfun og verkferla í kringum tækjabúnað. Myndgreiningakjarni er einn af stærri innviðakjörnum setursins sem er mikið notaður af rannsóknahópum og til þjónusturannsókna.
Starfið er allt í senn fjölbreytt, spennandi og krefjandi og er í síkviku umhverfi vísinda, náms og kennslu. Starfið felur í sér umsjón með smásjárinnviðum Myndgreiningakjarna sem og almenn aðstoð við notendur Myndgreiningakjarna.
Dagleg umsjá með smásjám
Uppsetning verkferla við notkun smásjáa og smásjármyndgreiningu og uppbygging námskeiða þeim tengdum.
Vöktun á tækjabúnaði auk samskipta við viðgerðaraðila.
Sérverkefni sem tengjast starfseminni s.s. innkaup á nýjum tækjabúnaði og flutningi í nýtt húsnæði Heilbrigðisvísindasviðs.
Virk þátttaka í þróun verkefna og innleiðingu á nýjungum í smásjártækni.
Meistarapróf í lífeindafræði, sameindalíffræði eða sambærilegum námsgreinum
Reynsla af vinnu á rannsóknastofu.
Reynsla í notkun smásjárinnviða á borð við lagsjá (confocal microscope) af mismunandi gerðum og rafeindasmásjá.
Góð færni í mannlegum samskiptum.
Góð kunnátta í íslensku og ensku
Góð tölvukunnátta, auk færni á sviði smásjármyndvinnslu og hæfni til að tileinka sér nýjungar á því sviði.
Frumkvæði, sveigjanleiki og sjálfstæði í starfi.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Gert er ráð fyrir að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst eða skv. nánara samkomulagi.
Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:
Ferilskrá
Bréf þar sem áhuga á starfinu er lýst og fjallað um hvað umsækjandi telur sig geta lagt af mörkum til þess
Staðfest afrit af prófskírteinum
Upplýsingar um umsagnaraðila
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.
Lífvísindasetur Háskóla Íslands hefur heimilisfesti við Heilbrigðisvísindastofnun og er samstarfsvettvangur rannsóknahópa í sameindalíffræði við Háskóla Íslands og samstarfsstofnana á Íslandi. Ein af megináherslum í starfsemi Lífvísindaseturs er uppbygging kjarnaeininga sem nýtast rannsóknahópunum sem best. Rannsóknir vísindamanna við Lífvísindasetrið eru fjölbreyttar og snúa meðal annars að ýmsum tegundum krabbameina, stofnfrumum, taugalíffræði, ónæmisfræði, örverufræði, þroskunarfræði og lífeðlisfræði. Hópstjórar sem tengjast setrinu eru um 70 og nemendur á meistara- og doktorsstigi auk nýdoktora eru vel á annað hundrað.
Heilbrigðisvísindasvið er eitt af fimm fræðasviðum Háskóla Íslands. Innan sviðsins eru sex deildir; Hjúkrunarfræðideild, Lyfjafræðideild, Læknadeild, Matvæla- og næringarfræðideild, Sálfræðideild og Tannlæknadeild. Starfsmenn sviðsins eru ríflega 400 og nemendur um 3300. Þá koma ríflega 1000 stundakennarar að kennslu innan sviðsins á hverju ári.
Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands og eini skólinn hérlendis sem er á báðum virtustu matslistunum yfir bestu háskóla heims, Times Higher Education World University Rankings og Shanghai Ranking.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 16.06.2025
Sigríður Klara Böðvarsdóttir, skb@hi.is
Sími: 5255852
Fá tilkynningu um svipuð störf
Gagnaforritari í tengslum við vísindarannsóknina Blóðskimun til bjargar Hlusta Laust er til umsóknar fullt starf gagnaforritara til eins ára í...
Sækja um þetta starf