Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Laust er til umsóknar fullt starf verkefnastjóra í fjármálatengd verkefni á skrifstofu Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands. Um framtíðarstarf er að ræða.
Ef þú ert lausnamiðaður og skipulagður einstaklingur sem brennur fyrir að leiða mál til lykta, þróa nýjar leiðir, hefur gaman af tölum og miðlun upplýsinga, þá hvetjum við þig til að lesa áfram.
Meginhlutverk verkefnastjórans er að stuðla að hagkvæmum rekstri og sinna faglegri þjónustu sem veitt er af fjármálateymi Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands í nánu samstarfi við rekstrarstjóra sviðsins.
Verkefnastjórinn hefur aðsetur á skrifstofu Heilbrigðisvísindasviðs í Læknagarði við Vatnsmýrarveg 16, ásamt öðru starfsfólki sviðsskrifstofu sem vinnur saman í teymum að margvíslegum stoðþjónustuverkefnum á sviði kennslu, rannsókna, mannauðsmála, markaðsmála og reksturs, auk fjármála.
Í stefnu Háskóla Íslands – HÍ26 – er áhersla lögð á skólann sem góðan vinnustað, að starfsumhverfi sé hvetjandi með vellíðan nemenda og starfsfólks að leiðarljósi. Lögð er áhersla á að laða að metnaðarfullt fólk með fjölbreyttan bakgrunn. Stytting vinnuvikunnar hefur verið innleidd fyrir starfsfólk stoðþjónustu skólans.
Fjárhagsáætlanir og frávikagreining
Kennsluáætlanir og uppgjör kennslu
Umsýsla við rannsóknastyrki
Samantekt á stjórnendaupplýsingum og stuðningur við stjórnendur
Upplýsingamiðlun varðandi fjármál, kennslu og rekstur
Ýmis önnur þróunar- og fjármálatengd verkefni
Meistarapróf í viðskiptafræði, hagfræði eða skyldum greinum
Góð færni í Excel
Gott vald á upplýsingatækni og hæfni til að tileinka sér nýjungar á því sviði
Þekking og reynsla af sambærilegum verkefnum er æskileg
Góð samstarfshæfni og rík þjónustulund
Sjálfstæð, skipulögð og lausnamiðuð vinnubrögð
Góð íslensku- og enskukunnátta
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélag hafa gert.
Gert er ráð fyrir að viðkomandi getið hafið störf sem fyrst eða skv. nánara samkomulagi.
Eftirfarandi gögn skulu fylgja umsókn:
Ferilskrá
Bréf þar sem áhuga á starfinu er lýst og fjallað um hvað umsækjandi telur sig geta lagt af mörkum til þess
Staðfest afrit af prófskírteinum
Upplýsingar um umsagnaraðila
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Við ráðningu í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.
Heilbrigðisvísindasvið er eitt af fimm fræðasviðum Háskóla Íslands. Innan sviðsins eru sex deildir; Hjúkrunarfræðideild, Lyfjafræðideild, Læknadeild, Matvæla- og næringarfræðideild, Sálfræðideild og Tannlæknadeild. Starfsmenn sviðsins eru ríflega 400 og nemendur um 3300. Þá koma ríflega 1000 stundakennarar að kennslu innan sviðsins á hverju ári.
Háskóli Íslands er stærsta kennslu-, rannsókna- og vísindastofnun Íslands og eini skólinn hérlendis sem er á báðum virtustu matslistunum yfir bestu háskóla heims, Times Higher Education World University Rankings og Shanghai Ranking.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 11.10.2024
Erna Sigurðardóttir, ernas@hi.is
Sími: 5255889
Fá tilkynningu um svipuð störf
NordForsk er en organisasjon under Nordisk ministerråd. Vi finansierer og koordinerer nordisk forskningssamarbeid, og skal bidra til at forskningen har...
Sækja um þetta starfNorden skal bli verdens mest bærekraftige og integrerte region. Vil du være med å drive vår arbeidet med å komme...
Sækja um þetta starfForstöðumaður Miðstöðvar í öldrunarfræðum – Heilbrigðisvísindasvið – Háskóli Íslands – Reykjavík Hlusta Heilbrigðisvísindasvið Háskóla Íslands auglýsir laust til umsóknar fullt...
Sækja um þetta starf