Háskólinn á Akureyri
Fræði til framtíðar
Háskólinn á Akureyri auglýsir laust til umsóknar tímabundið starf verkefnastjóra á skrifstofu Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasviðs til afleysingar vegna fæðingarorlofs. Ráðning er frá 1. febrúar 2023 til 31. janúar 2024.
Starfið felur í sér aðstoð við upplýsingagjöf, skráningu og almenna stjórnsýslu á sviðinu ásamt öðrum verkefnum eftir þörfum sviðsins hverju sinni. Viðkomandi starfsmaður mun einnig starfa með deildarforsetum og öðru starfsfólki sviðsins að umbótum á skipulagi, undirbúningi og framkvæmd náms.
Um fullt starf er að ræða. Næsti yfirmaður er skrifstofustjóri sviðsins og starfsstöð er á Akureyri.
Um er að ræða áhugavert og fjölbreytt starf sem reynir á nákvæmni, samskiptahæfni og fagmennsku. Starfið felst í miklum samskiptum, samvinnu og þjónustu við starfsfólk og nemendur sviðsins. Heilbrigðis-, viðskipta- og raunvísindasvið Háskólans á Akureyri býður upp á nám í fimm deildum, Auðlindadeild, Hjúkrunarfræðideild, Iðjuþjálfunarfræðideild, Viðskiptadeild og Framhaldsnámsdeild þar sem boðið er upp á þverfaglegt framhaldsnám í heilbrigðisvísindum.
Umsókn skal fylgja:
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara á Akureyri hafa gert.
Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu í starfið hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur, sbr. 2. gr. reglna nr. 464/1996. Háskólinn á Akureyri áskilur sér jafnframt rétt til að hafna öllum umsóknum.
Háskólinn á Akureyri stuðlar að jafnrétti kynja og hvetur öll kyn til að sækja um laus störf.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 30.11.2022
Anna Bryndís Sigurðardóttir, skrifstofustjóri Heilbrigðis-, viðskipta-, og raunvísindasviðs
–
[email protected]
–
4608036
Stjórnarráðið | Auglýsing úr Orra Hoppa yfir valmynd Navigation fyrir stærri skjái Stjórnarráð ÍslandsSkjaldarmerki – Fara heim Verkefni Verkefni...
Sækja um starfSamskiptafulltrúi á skrifstofu forstjóra Laus er til umsóknar staða samskiptafulltrúa á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Um er að ræða 70-80% stöðu...
Sækja um starfSkrifstofustjóri – Geðheilsuteymi HH austur Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins leitar eftir skrifstofu- og kerfisstjóra í ótímabundið starf við Geðheilsuteymi austur sem er þverfaglegt...
Sækja um starfFinnst þér gaman að veita framúrskarandi þjónustu? Við leitum að skemmtilegum, jákvæðum og lífsglöðum starfsmanni sem finnst gaman að taka...
Sækja um starfStarf gjaldkera laust á innheimtu- og skráasviði Skattsins Viltu slást í hóp einstakra gjaldkera á innheimtu- og skráasviði Skattsins? Við...
Sækja um starfDoktorsnemi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands Laust er til umsóknar starf til þriggja ára fyrir doktorsnema á sviði kennaramenntunar. Viðfangsefni nemans...
Sækja um starf