Opið er fyrir umsóknir um starf verkstjóra á málningarbíl Vegagerðarinnar.
Vegagerðin heldur úti málningarbíl sem sinnir yfirborðsmerkingum á slitlagi vega og vegsvæða um allt land. Starfið felur í sér ferðalög yfir sumartímann og gefur viðkomandi möguleika á að kynnast landi og þjóð frá nýju sjónarhorni. Starfsstöð er í Borgarnesi.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og AFL Starfsgreinafélag hafa gert.
Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður, stærsta framkvæmdastofnun landsins með gríðarlega fjölbreytta verkefnaflóru.
Áhugasamir einstaklingar, án tillits til kyns, eru hvattir til að sækja um.
Umsókn skal fylgja ferilskrá og kynningarbréf. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá því að umsóknarfrestur rennur út. Öllum umsóknum um starfið verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 02.05.2023
Pétur Björnsson Guðmundsson, yfirverkstjóri þjónustustöðvar
–
[email protected]
Kerfisstjóri á Upplýsingatæknisviði Sjúkratryggingar leita að nýjum liðsfélaga á Upplýsingatæknisviði. Í boði er fjölbreytt starf í góðu vinnuumhverfi. Upplýsingatæknisvið sér...
Sækja um starf