Vertu sýnileg / sýnilegur á job.is

 

Ein algengasta afsökun sem er, já afsökun, fyrir því að viðkomandi sækir ekki um draumastarfið er að hann eða hún “geti það ekki“. Finnist eins og að kröfurnar eða kunnáttan séu of miklar.

En með því að koma þér á framfæri þá ertu að auka möguleikana á að fá starfið sem þú hélst að þú ættir ekki möguleika á að ná. Fyrirtæki sjá oft möguleikana í fólki og með að sýna hvað

þú hefur upp á að bjóða, hvaða hæfileika þú býrð yfir þá aukast möguleikar á ráðningu.

 

Settu upp kynningarbréf:

  • Kynningarbréf er persónuleg kynning á þér og þínum hæfileikum fyrir auglýst starf.
  • Hafðu bréfið í þínum stíl.
  • Svaraðu því sem auglýsingin kallar eftir.
  • Mátaðu þig inn í fyrirtækið og tilgreindu hvers vegna þú ættir að koma til greina.

 

Settu upp ferilskrá:

  • Ferilskrá er formlegt skjal um menntun, starfsreynslu og þess háttar.
  • Ferilskrá er skjalið sem þú þarft ekki að breyta fyrir hverja umsókn
  • Þú getur sett upp margar ferilskrár
  • Hlaðið upp video-kynningu af þér.