Þann 1. september 2017 hóf Arnarskóli ses, starfsemi sína sem skólaþjónusta fyrir fötluð börn með fjölþættar þarfir en í ágúst 2018 fékk skólinn starfsleyfi í Kópavogi.
Nemendur skólans eru frá mörgum sveitarfélögum í nágrenni höfuðborgarinnar Arnarskóli býður upp á heildstæða þjónustu fyrir fötluð börn með fjölþættar þarfir.
Allan daginn, alla virka daga ársins. Arnarskóli er sjálfseignarstofnun (non-profit).
Nýbreytnin í þessu úrræði er tvennskonar.
Annars vegar er boðið upp á heildstæða þjónustu allan ársins hring og hins vegar er um að ræða sérfræðikunnáttu og faglegan stuðning fyrir fatlaða sem ekki er í boði í öðrum skólum eða skólaþjónustu á Íslandi