Brim hf. er sjávarútvegsfyrirtæki með starfsstöðvar í Reykjavík, á Akranesi, Vopnafirði og Hafnarfirði.
Aðalskrifstofur og fiskiðjuver félagsins eru við Norðurgarð í Reykjavík.
Hlutverk Brims er að auka verðmætasköpun í sjávarútvegi í sátt við samfélagið og umhverfið. Þannig skapar Brim virði fyrir starfsfólk, viðskiptavini, hluthafa og samfélagið í heild. Með ábyrgum veiðum og vinnslu þar sem áhersla er á sjálfbærni og nýsköpun munum við tryggja að sjávarútvegur verði áfram burðarstólpi í íslensku samfélagi.
Með stöðugu framboði af sjávarafurðum í hæsta gæðaflokki og markvissu sölu- og markaðsstarfi munu sjávarafurðir Brims verða eftirsóknarverðar og skila ávinningi til allra hagaðila.
Brim er í forystuhlutverki þegar kemur að samfélagsábyrgð og leggur ríka áherslu á umhverfismál og nýsköpun. Félagið hefur markað sér skýra stefnu í mannauðsmálum með áherslu á jafnrétti, öryggi og aðbúnað starfsfólks. Við ráðningar er lögð áhersla á að fá til starfa hæfa, trausta og árangursmiðaða einstaklinga.
Brim tekur virkan þátt í að móta framtíð íslensks sjávarútvegs. Framtíð sem byggir á nýsköpun, tækniþróun og sjálfbærni.