Garðaborg tók til starfa í febrúar 1983 og er tveggja deilda leikskóli, Austurdeild deild yngri barna (1-3 ára) og Vesturdeild deild eldri barna (3-6 ára).
Staðsetning leikskólans er góð með það í huga að stutt er í Fossvogsdalinn.
Einnig eru nokkrir almenningsgarðar hér í kring, t.d. Grundargerðisgarðurinn, en stuttar ferðir eru oft farnar í nágrenni leikskólans.
Stutt er í strætisvagna sem er mjög þægilegt þegar farið er í lengri ferðir.
Leikskólinn starfar eftir lögum um leikskóla og aðalnámskrá leikskóla sem er gefin út af Menntamálaráðuneytinu.
Einnig hefur starfsfólk leikskólans tileinkað sér hugmyndafræði John Dewey og kennslufærði Caroline Pratt til að vinna eftir.