Við leggjum mikla áherslu á vönduð vinnubrögð, snyrtilegan frágang og sanngjarnt verð. Grjótgarðar bjóða uppá alla almenna jarðvegsvinnu, lóðarfrágang og almennt viðhald á lóðum svo sem trjáklippingar, hellulögn, grjóthleðslu ásamt allri almennri jarðvinnu.
Sagan
Grjótgarðar ehf voru stofnaðir í mars 2012. Eigandi er Hjalti Már Brynjarsson. Hjalti er menntaður skrúðgarðyrkjufræðingur og er að klára meistararéttindin í faginu. Hjalti hefur starfað við alla almenna jarðvegsvinnu ásamt yfirborðsfrágangi í 15 ár. Við höfum svo tvo nema hjá okkur, sem eru að hefja nám í skrúðgarðyrkjunámi.