KILROY Ísland er ferðaskrifstofa sem sérhæfir sig í ferðalögum á heimsvísu. Við sérsníðum ferðir að þörfum ungra einstaklinga sem vilja leggja land undir fót og upplifa menningu og fegurðina sem heimurinn býður upp á. Ferðalögin okkar byggja á þýðingarmiklum upplifunum með sjálfbærum kostum. Við leggjum mikið upp úr því að kynna Íslendingum fyrir því að ferðast langt en hægt, uppgötva sjálfa/n sig og hafa gaman. Við trúum því að ferðalög geti mótað okkur og umhverfið á jákvæðan hátt og leggjum mikið upp úr einlægri og persónulegri þjónustu við okkar viðskiptavini og deilum eigin upplifunum og reynslu með sér útbúnum ferðaplönum fyrir okkar viðskiptavini.
Við bjóðum upp á ungan og skemmtilegan vinnustað þar sem við deilum ástríðu okkar fyrir ferðalögum á framandi slóðir. Gakktu til liðs við okkur til að búa til sanna heimsborgara!
Saga KILROY nær aftur til ársins 1946, skömmu eftir seinni heimstyrjöldina. Þar hófst grunnurinn að skipulögðum ferðalögum fyrir ungt fólk og námsmenn. Við erum leiðandi í skipulagningu á ferðalögum fyrir ungt fólk á Íslandi, Belgíu, Danmörku, Finnlandi, Noregi, Svíþjóð, Bretlandi og Hollandi. KILROY er hluti af föruneyti fyrirtækja í eigu KILROY International A/S þar sem höfuðstöðvar fyrirtækisins eru staðsettar í Kaupmannahöfn, Danmörku. Árið 2023 velti samstæðan um 32 milljörðum íslenskra króna með rúmlega 400 starfsmenn. Á Íslandi starfa 9 starfsmenn.