Landbúnaðarháskóli Íslands er íslenskur framhalds- og háskóli staðsettur á Hvanneyri, Reykjum í Ölfusi og á Keldnaholti í Reykjavík. Hann tók til starfa 1. janúar 2005 eftir samruna Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, Garðyrkjuskólans á Reykjum og RALA.
Við sérhæfum okkur á sviði náttúrunnar í víðum skilningi. Vilt þú taka þátt í að móta framtíðina? Matvælaöryggi, hönnun umhverfis okkar og skipulagsmál sem og verndun og nýting auðlinda jarðarinnar eru okkar sérsvið. LBHÍ er náttúrulega framúrskarandi háskóli. Nám í LBHÍ undirbýr þig vel fyrir störf í framtíðinni og við stundum rannsóknir á sérsviðum skólans.