Hagaborg á sér einstaka sögu. Húsið var byggt af Barnavinafélaginu Sumargjöf árið 1960 sem dagheimili en hefur gengt ýmsum tilgangi síðan. Árið 1997 keypti Reykjavíkurborg húsið af Sumargjöf og eftir miklar endurbætur 1999-2000 opnaði leikskólinn í öllu húsnæðinu. Útisvæðið við leikskólann er rúmgott og gefur ágætt svigrúm til fjölbreyttra leikja. Staðsetning Hagaborgar er einnig góð með tilliti til útivistar enda er Ægisíðan nánast í bakgarðinum. Í dag er Hagaborg fimm deilda leikskóli og dvelja þar að jafnaði 97 börn samtímis. Deildirnar heita Álfaland, Krílaland, Putaland, Fiskaland og Fuglaland og starfa að jafnaði 38 starfsmenn hjá Hagaborg.
Leikskólastjóri er Erna Guðlaugsdóttir
Aðstoðarleikskólastjóri er Bryndís Hanna Hreinsdóttir