Leikskólinn Nóaborg er fjögurra deilda leikskóli sem var tekinn í notkun í desember 1986.
Að jafnaði dvelja um 74 börn samtímis í leikskólanum á fjórum aldursskiptum deildum sem nefnast Sólbakki, Ólátagarður, Saltkráka og Skarkalagata.
Leikskólinn er staðsettur á mörkum Miðborgar og Hlíðahverfis, rétt fyrir ofan Hlemm og því auðvelt að ferðast í allar áttir hvort sem notaðir eru tveir jafnfljótir eða strætisvagnar.
Leikskólastjóri er Anna Margrét Ólafsdóttir