Parka þróar hugbúnað á sviðum myndgreiningar, bókunar- og greiðslulausna ásamt öðrum viðskiptalausnum sem fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar nýta sér m.a. til innheimtu og greiðslu á þjónustu- og bílastæðagjöldum fyrir ferðamannastaði og önnur afmörkuð svæði.
Tæknistakkur félagsins keyrir í AWS, nýtir m.a. Django bakenda og Lambda þjónustur í node og Python. Framendar okkar nota Typescript og JavaScript framework á borð við Vue, Angular eða einföld Bootstrap viðmót og gögn eru flutt á milli með REST og Graphql þjónustum ásamt því að nýta það sem Django og AWS hefur uppá að bjóða.
Félagið rekur útstöðvar fyrir sína viðskiptavini þar sem snertiskjáir, posar, iðn- og smátölvur sjá um flutning á gögnum, myndum, upplýsingum um greiðslur o.fl. á milli tækja eða upp í skýjalausn félagsins og leitum við að aðila sem samhliða þátttöku í hugbúnaðar- og annarri þróun á lausnum félagsins verður ábyrgur fyrir eftirliti með búnaði og eftirfylgni viðbragðsáætlana.
Félagið er í hröðum vexti í krefjandi og skemmtilegu umhverfi svo við leitum að metnaðarfullum einstakling sem leitar að þroskandi og á sama tíma krefjandi starfi með hópi af kappsömu fólki sem hikar ekki við að fara ótroðnar slóðir.