PCC samstæðan hefur þá hugsjón að vaxa á sjálfbæran hátt. Stjórnendur og starfsfólk PCC vinna statt og stöðugt að því að auka verðmæti fyrirtækisins og skapa ný og verðmæt fyrirtæki með frumkvæði, atorku og stefnufestu. Meginreglurnar að baki stefnumálum okkar eru trúverðugleiki og áreiðanleiki. Verk okkar einkennast af skarpskyggni og ábyrgð í viðskiptum.
Við teljum meginreglurnar okkar vera grundvallaratriði til að tryggja varanlega stöðu PCC í umhverfi þar sem alþjóðavæðing er stöðugt að aukast og markaðir taka sífelldum breytingum. Þær gera okkur kleift að finna ábatasaman sess í æ fleiri geirum iðnaðar, að auka hagnað okkar með meiri skilvirkni og stöðugt að endurbæta eignasafnið okkar.
Við erum ávallt á höttunum eftir nýjum viðskiptatækifærum og meira vöruvali þegar færi gefst. Ákvarðanir okkar í þessum málum byggjast ætíð á stöðu markaðarins eins og hún er í það skiptið. Við metum hagnaðarmöguleika með hefðbundnum greiningaraðferðum ásamt áhættumati. Þegar við tökum ákvarðanir leitum við ávallt að tækifærum sem virðast fela í sér varanlegan vöxt og stöðugt sjóðstreymi.