Leikskólinn Klambrar hóf starfssemi í maí 2002 og eru starfsmenn um 20 talsins.
Leikskólinn er staðsettur á jarðhæð stúdentagarðanna austan Háteigskirkju og sunnan við Sjómannaskólann.
Einu sinni hét Miklatún Klambratún eftir bóndabæ sem eitt sinn stóð þar. Leikskólinn er ekki á sama stað en nógu nálægt til þess að auðvelt sé fyrir börn og starfsfólk að nýta túnið til útiveru. Á Klömbrum eru 75 börn samtímis á fimm deildum. Deildirnar heita Dalur, Teigur, Tún, Holt og Hlíð.
Starfandi leikskólastjóri er Anna Björk Marteinsdóttir