Samgöngustofa fer með stjórnsýslu samgöngumála og annast eftirlit er varðar flug, siglingar, umferð og öryggiseftirlit með samgöngumannvirkjum og leiðsögu.
Fjöldi starfsfólks Samgöngustofu er u.þ.b. 140. Þetta er breiður hópur fólks með ólíka menntun og reynslu að baki, sem í sameiningu vinnur að öruggum, sjálfbærum, greiðum og hagkvæmum samgöngum.