Borgaskóli í Grafarvogi hóf starfsemi sína 1. ágúst 2020. Skólinn er við Vættaborgir og við hlið hans stendur leikskólinn Hulduheimar. Borgaskóli byggir á góðum grunni Kelduskóla og Vættaskóla sem luku starfsemi árið 2020. Skólinn er fyrir nemendur í 1.-7. bekk og tekur Víkurskóli við nemendum í 8.-10. bekk. Áætlaður nemendafjöldi er um 250 nemendur. Við skólann starfa rúmlega 40 starfsmenn.
Í Borgaskóla er unnið eftir aðferðum leiðsagnarnáms þar sem nemendur eru virkir þátttakendur í náminu og er Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna samofinn skólastarfinu. Lögð er áhersla á umhverfismennt og er Borgaskóli Grænfánaskóli. Í skólanum er einnig öflugt tækniver þar sem upplýsingatækni og nýsköpun er gert hátt undir höfði. Borgaskóli er regnbogavottaður vinnustaður.
Frístundaheimilið Hvergiland fyrir nemendur 1.-4. bekkjar hefur aðstöðu í hluta skólahúsnæðisins ásamt félagsmiðstöðinni Vígyn sem er fyrir nemendur 5.-7. bekkjar.
Skólastjóri er Árný Inga Pálsdóttir
Aðstoðarskólastjóri er Ester Helga Líneyjardóttir
Deildarstjóri stoðþjónustu er María Haraldsdóttir
Deildarstjóri: Þuríði J. Ágústsdóttur