Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar starfrækir frístundaheimili við alla grunnskóla borgarinnar og býður upp á fjölbreytt frístundastarf þegar hefðbundnum skóladegi 6-9 ára barna lýkur.
Meginmarkmið starfsins er að efla félags- og samskiptafærni barna í gegnum leik og starf. Þar starfa frístundaráðgjafar og frístundaleiðbeinendur en þeir eru lykillinn að því að veita íbúum fyrsta flokks þjónustu.
Frístundamiðstöðin Brúin starfrækir 10 frístundaheimili í Árbæ, Grafarholti og Grafarvogi.