Glersýn sf. var stofnað árið 2002 af Ingvari Berndsen. Áður hafði Ingvar starfað undir eigin kennitölu sem IB Gluggahreinsun frá 1989.
Hjá Glersýn sérhæfum við okkur í gluggaþvotti og leggjum sérstaka áherslu á að viðhafa vönduð vinnubrögð. Við gerum föst verðtilboð og samninga til lengri eða skemmri tíma, hvort sem um er að ræða smá eða stór verkefni.