JT Verk veitir sérhæfða þjónustu á sviði framkvæmdar og verkefnastjórnunar byggingaverkefna. Verkefnastjórar okkar búa yfir verkfræðiþekkingu, auk mikillar reynslu úr framkvæmdageiranum, enda hafa þeir gegnt lykilstöðum í stjórnun og rekstri margra stórra verkefna í gegnum tíðina.
Upprunalega skiptust verkefni JT Verk í þrennt; eigin verkefni, verkefnastjórn og verktöku en allt frá stofnun hefur verkefnastjórnin vegið þyngst og heldur áfram að vega þyngra.
JT Verk hefur í auknum mæli haldið utan um og stýrt byggingarverkefnum frá upphafi til enda, allt frá þarfagreiningu og forhönnun til uppgjörs og skila.
JT Verk byggir á öflugu teymi stjórnenda sem hafa það að markmiði að veita viðskiptavinum góða og trausta þjónustu. Stjórnendurnir eru vel í stakk búnir til að stýra hverskonar verkefnum og framkvæmdum óháð stærð þeirra eða umfangi. Rík áhersla er á gott utanumhald og eftirfylgni með verkefnum.
Stjórnendur JT Verk búa yfir þekkingu á öllum sviðum framkvæmda. Við leggjum mikið upp úr því að skoða aðferðir sem lágmarka framkvæmdatíma og kostnað. Einnig kemur öflugt tengslanet okkar á Íslandi sem og erlendis að góðum notum við að auka virði verkefna. Hjá JT Verk bjóðum við m.a. upp á stýriverktöku, þróun verkefna, hönnunarstjórn, framkvæmdaráðgjöf og gerð áætlana, s.s. verkáætlana og kostnaðaráætlana.
Byggingarverkefni fela í sér margar áskoranir. Þegar mikið er í húfi skiptir öllu máli að verkefninu sé stjórnað af öryggi með gæði og vönduð vinnubrögð að leiðarljósi. Hafir þú áhuga á að verkefni ljúki á réttum tíma og samkvæmt fjárhagsáætlun ert þú í góðum höndum hjá JT Verk.
Við sérhæfum okkur í verkefnastjórnun byggingarverkefna. Menntun og áratuga reynsla af öllum stigum ferlisins gerir verkefnastjóra okkar í stakk búna að mæta hverju verkefni þar sem það er statt og ljúka því farsællega.
Við erum pappírslaust fyrirtæki og notumst við rafrænt, miðlægt verkefnastjórnunartól sem gefur viðskiptavinum okkar góða yfirsýn yfir verkefnin, auk reglulegrar yfirferðar yfir stöðuna með verkefnastjóra.