Saga Kraftvéla ehf. nær aftur til ársins 1989 er P. Samúelsson hf. tók við umboði Komatsu vinnuvéla og hóf sölu og markaðssetningu í samstarfi við V.Æ.S. vélaverkstæði hf., sem þá var m.a. í eigu Ævars Þorsteinssonar.
V.Æ.S. vélaverkstæði hf. var með þjónustusamning við P. Samúelsson og sá V.Æ.S. um alla þjónustu varðandi viðgerðir og varahluti fram til ársins 1992, en þá ákvað P. Samúelsson hf. að yfirtaka viðgerðar- og varahlutaþjónustuna fyrir Komatsu og stofna nýtt fyrirtæki í kringum reksturinn, þar með urðu Kraftvélar ehf til.
Kraftvélar hóf rekstur 1. júní árið 1992 með tvö vörumerki, Komatsu vinnuvélar og Toyota lyftara. P. Samúelsson hf. hafði verið með umboð fyrir Toyota lyftara fyrir stofnun Kraftvéla.
Fyrirtækið hóf rekstur í leiguhúsnæði að Funahöfða 6 í Reykjavík með 7 starfsmenn. Það voru þrír viðgerðamenn, sölumaður, varahlutastarfsmaður, gjaldkeri og framkvæmdastjóri.
Af þessu hópi eru tveir sem starfa ennþá hjá fyrirtækinu en það eru þeir Gunnar Hrafn Jónsson og Ævar Þorsteinsson.
Fyrirtækið stækkaði ört og fljótlega varð öll aðstaða við Funahöfða of lítil fyrir starfssemina og var því farið að huga að flutningi.
Ákveðið var að byggja nýjar höfuðstöðvar fyrir Kraftvélar á Dalvegi 6-8 í Kópavogi og flutti fyrirtækið í nýbygginguna vorið 1998 og urðu þá mikil umskipti í rekstri fyrirtækisins. Húsnæðið stækkaði um tæpa 1.500 fermetra ásamt stóru útisvæði og fjölgun starfsmanna um tæp 20 ný stöðugildi. Starfsmannafjöldinn varð mest tæplega 70 manns hér á landi árið 2007 en í dag starfa 40 starfsmenn hjá Kraftvélum.
Árið 2000 var ákveðið að auka við þjónustuna og var þá Kraftvélaleigan stofnuð.
Það félag sérhæfir sig í útleigu á vinnuvélum, lyfturum og landbúnaðartækjum, og hefur sá þáttur í rekstrinum farið vaxandi ár frá ári.
Árið 2010 færði félagið enn út kvíarnar og bætti við sig fleiri leiðandi vörumerkjum þegar Kraftvélar hóf starfssemi á landbúnaðarmarkaðnum, með New Holland og CaseIH dráttavélar, ásamt Weidemann smávélum.
Loks var vöruúrvalið aukið enn frekar árið 2020 þegar Kraftvélar tók við umboði fyrir Pöttinger heyvinnutæki.
Allt frá stofnun fyrirtækisins hefur verið lögð höfuðáhersla á góða og persónulega þjónustu við viðskiptavini. Góð þjónusta tryggir framtíðarvöxt og stöðugleika fyrirtækisins.
Starfsmannavelta hefur verið lítil hjá fyrirtækinu í gegnum árin og mjög góður starfsandi.
Forstjóri fyrirtækisins er Ævar Þorsteinsson
Framtíðarsýn
Vera leiðandi í sölu, leigu og þjónustu á hágæða tækjum og búnaði fyrir jarðvinnumarkað, vörumeðhöndlun og landbúnað á Íslandi og geta veitt viðskiptavinum okkar heildarlausn.
Hlutverk
Starfsánægja er okkar hjartans mál.
Við leggjum ríka áherslu á gott samstarf við birgja og viðskiptavini.
Við erum öll sölumenn og leggjum áherslu á verðmætasköpun.