Hjá Skeljungi hf. starfar fjölbreytt flóra fólks af báðum kynjum og á öllum aldri. Mannauðurinn er mikilvægasta auðlind Skeljungs. Við berum hag starfsmanna fyrir brjósti og viljum vera í fremstu röð hvað varðar réttindi þeirra, öryggi og starfsumhverfi. Skeljungur var sjöunda fyrirtækið til að vera jafnlaunavottað af Jafnréttisstofu.
Hlutverk Skeljungs er að þjóna orkuþörf fyrirtækja á hagkvæman og öruggan máta í sátt við samfélagið og umhverfi sitt. Starfsemi Skeljungs er á sviði sölu og þjónustu við fyrirtæki tengt fjölorku. Fyrirtækið sér um dreifingu, innkaup og heildsölu á eldsneyti, smurolíum, hreinsi- og efnavörum, áburði sem og öðrum vörum og þjónustuþáttum til fyrirtækja og bænda. Þjónusta og sala til stórnotenda, til útgerða, í flug og verktöku er einnig hluti af starfseminni.
Skeljungur er enn fremur umboðsaðili Shell á Íslandi auk þess að fara með eignarhald í Barki, EAK, Fjölveri og Ecomar.
Hjá Skeljungi starfa um 60 manns um land allt. Framkvæmdastjóri Skeljungs er Þórður Guðjónsson.