Háskóli Íslands
Betri háskóli – betra samfélag
Laust er til umsóknar starf lektors í enskukennslu og annarsmálsfræðum. Starfið er sameiginlegt starf við Mála- og menningardeild Hugvísindasviðs og Deild faggreinakennslu á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Starfið felur í sér kennslu og rannsóknir á sviði ensku, kennslufræða erlendra mála og annarsmálsfræða, sem og þátttöku í þróun þverfræðilegs samstarfs um kennslu og rannsóknir á milli Menntavísindasviðs og Hugvísindasviðs.
Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi sem fjármála- og efnahagsráðherra og Félag háskólakennara hafa gert.
Horft verður til þess að ráðningin falli sem best að aðstæðum og þörfum sviðanna.
Ráðið verður í starfið til fimm ára, með möguleika á ótímabundinni ráðningu að þeim tíma liðnum sbr. 3. mgr. 31. gr. reglna fyrir Háskóla Íslands nr. 569/2009.
Um meðferð umsókna, mat á hæfi umsækjenda og ráðningu í starfið er farið eftir ákvæðum laga nr. 85/2008 um opinbera háskóla og reglna um Háskóla Íslands nr. 569/2009.
Umsækjendur skulu láta eftirfarandi gögn fylgja umsókn sinni.
Í umsókn skal koma fram hver ritverka sinna, allt að átta talsins, umsækjandi telur veigamest með tilliti til þess starfs sem um ræðir. Umsækjandi sendir eingöngu þessi ritverk sín með umsókn eða vísar til þess hvar þau eru aðgengileg á rafrænu formi. Þegar fleiri en einn höfundur stendur að innsendu ritverki skulu umsækjendur gera grein fyrir framlagi sínu til verksins. Umsóknargögnum sem ekki er hægt að skila rafrænt skal skila í tvíriti til vísinda- og nýsköpunarsviðs Háskóla Íslands, Sæmundargötu 2, 101 Reykjavík.
Öllum umsóknum verður svarað og umsækjendum tilkynnt um ráðstöfun starfsins þegar ákvörðun hefur verið tekin. Umsóknir geta gilt í sex mánuði frá lokum umsóknarfrests.
Við ráðningar í störf í Háskóla Íslands er tekið mið af jafnréttisáætlun skólans.
Vakin er athygli á málstefnu Háskóla Íslands.
Starfshlutfall er 100%
Umsóknarfrestur er til og með 02.05.2023
Matthew James Whelpton
–
[email protected]
Samúel Currey Lefever
–
[email protected]
Sérkennari á sérnámsbraut (starfsbraut) Fjölbrautaskólinn í Garðabæ óskar eftir að ráða sérkennara á sérnámsbraut ( starfsbraut ) frá 1. ágúst...
Sækja um starfLektor í efnaverkfræði, Verkfræði- og náttúruvísindasvið, Háskóla Íslands Laust er til umsóknar starf lektors í efnaverkfræði við Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og...
Sækja um starfLektor í stjórnun, viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Laust er til umsóknar fullt starf lektors í stjórnun í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Starfsskyldur...
Sækja um starfLektor í reikningshaldi og endurskoðun, viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Laust er til umsóknar 50% starf lektors í reikningshaldi og endurskoðun í...
Sækja um starfLektor í iðnaðarverkfræði Laust er til umsóknar starf lektors í iðnaðarverkfræði við Iðnaðarverkfræði, vélaverkfræði og tölvunarfræðideild á Verkfræði- og náttúruvísindasviði,...
Sækja um starfKennarar í stærðfræði við Kvennaskólann í Reykjavík Kvennaskólinn í Reykjavík óskar eftir að ráða kennara í stærðfræði skólaárið 2023-2024. Ráðningartími...
Sækja um starf